Á skíðum skemmti ég mér............
Miðvikudaginn 29. febrúar ætlum við í 1.- 6. bekk að
skemmta okkur saman á skíðum, þotum eða sleðum í fjallinu, (dekkjaslöngur ekki leyfðar).
Nemendur mæta í skólann kl. 8, en engin þörf á skólatöskunni, eða íþróttafötum.
Foreldrar verða að koma skíðum, sleðum, hjálmum og klossum upp í Brekkusel, (skíðaskálinn í fjallinu).
Hver bekkur hefur merkt svæði til að geyma dótið. Starfsmaður verður til aðstoðar. Nauðsynlegt er að merkja allt dót barnanna
Um kl. 9 ganga bekkir með kennurum sínum í fjallið.
Vel útilátið nesti er nauðsynlegt en skólinn býður öllum börnum upp á heitt kakó í kroppinn.
Allir nemendur fá mat í hádeginu sem þau borða í Brekkuseli.
Við ljúkum deginum í fjallinu og verða því foreldrar að sækja börnin milli kl. 13:00 og 13:30.
Við sjáum um að koma þeim börnum í skólavistun sem þar eru.
Rútur í Svarfaðardal fara frá Brekkuseli kl. 13:30.
Við tökum á móti skíðadóti nemenda úr rútunni þegar þau koma um morguninn og flytjum í fjallið.
|
Munum hjálminn, líka á sleðann.
Reiðhjálmur eða reiðhjólahjálmur gengur ef skíðahjálmur er ekki til.
Nauðsynlegt að hafa börnin vel klædd. Gott er að hafa
aukaföt í bakpokanum s.s. sokka, vettlinga og peysu.
Vonandi skemmtum við okkur öll vel saman.
Kveðja frá starfsfólki Dalvíkurskóla.