Í síðustu viku var ákveðið að nýta snjóinn sem fallið hafði í jólafríinu til stærðfræðikennslu. Ákveðið var að nýta sama verkefnið á elsta stigi þrátt fyrir að hver bekkur framkvæmdi verkefnið í sínum stærðfræðitíma.
Verkefnið byrjaði innandyra þar sem að nemendum var skipt í hópa, 3-4 saman í hóp. Þau fengu kort af braut sem hafði 5 gatnamót. Hópstjórinn byrjaði á því að lýsa leiðinni fyrir öðrum hópmeðlimum meðan að þau teiknuðu brautina upp. Þessa braut áttu þau síðan að fara með út og búa til í snjóinn. Síðan var aðalverkefnið að finna leið í gegnum brautina þar sem að fara átti alla stíga á milli gatnamóta en aðeins mátti fara einu sinni í hvern stíg. Þetta reyndi á samvinnu og rökhugsun og var gaman að sjá krakkana glíma við þessar þrautir.
Myndir frá deginum má sjá
hér.