Unicefhlaupið

Unicefhlaupið

í fyrramálið 19. maí munu nemendur fá kynningu á UNICEF (nema 5. og 6. bekkur sem fengu kynningu í dag) en eins og fram kom í kynningarbréfi til foreldra munu nemendur fá söfnunarumslögin heim á morgun. Stefnt er að því að hlaupið verði á þriðjudaginn næstkomandi. 
Þess má geta að síðustu ár hafa nemendur Dalvíkurskóla verið einstaklega duglegir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.