Nemendur vinna fjölbreytt umhverfistengd verkefni, t.d endurvinna pappír, gefa gömlum krukkum nýtt líf, vinna listaverk úr ýmsu verðlausu efni, fræðast um flokkun og nýtingu á vatni og hreinlæti. Edward Hákon flytur fyrirlestur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk um sjálfbærni, umhverfisvitund og Grænfánaverkefnið. Einnig verða ýmsar smiðjur í gangi m.a leiklistarsmiðja, fatasmiðja og fígúrusmiðja. Hver veit nema Jóhann Svarfdælingur lifni við í pappakassformi.
Nemendur eiga ekki að fara í íþróttir eða sund þessa þemadaga.
Sýning fyrir foreldra verður föstudaginn 14. kl. 12.30.