Síðustu þrjár vikur höfum við verið að vinna í Byrjendalæsi ýmiskonar vinnu um tröll í 1. og 2. bekk. Krakkarnir kynntust því hvernig tröll líta út, lifa, sofa, borða og hvernig bústaðir þeirra eru. Þau unnu með lykilorð, gerðu hugtakakort og hugsanablöðrur, skrifuðu sögur um tröll, gerðu orðaskuggaspil og ýmis fleiri verkefni. Þetta verkefni var samþætt við fleiri námsgreinar en Byrjendalæsið, þau gerðu tröll og helli í myndmennt, leystu stærðfræðiþrautir um tröll og lærðu tröllalög í tónmennt.
Að þessari vinnu lokinni héldum við sameiginlega kynningu þar sem krakkarnir sungu tröllalög og lásu fyrir foreldra, síðan gáfu foreldrar sér tíma til að skoða verkefnin þeirra á veggjum og borðum. Eftir kynninguna var boðið upp á kaffi og meðlæti sem baksturshópur foreldra stóð fyrir. Í stuttu máli þá stóðu krakkarnir sig með mestu prýði, voru stillt og prúð á kynningunni og öllum til sóma. Okkur langar að þakka foreldrum fyrir frábæra mætingu!
Hér má sjá myndir sem teknar voru á kynningunni.