Þriðjudaginn 19. október verður tónlistardagur fyrir nemendur í 1.-6. bekk, í samstarfi við Tónlistarskóla Dalvíkur. Dagskráin byrjar kl. 9:00 með tónleikum marimbasveitar Giljaskóla. Eftir það fara nemendur í hópa þvert á bekki í ýmsar smiðjur þar sem tónlist, dans og söngur verður allsráðandi. Margt spennandi verður í boði fyrir nemendur m.a. tónlist og dans, tónlist og leiklist og tónlist og hlustun. Tveir gestakennarar leggja okkur lið við þennan dag en það eru þeir Ármann Einarsson frá Tónlistarskóla Akureyrar og Karl Hallgrímsson tónmenntakennari frá Naustaskóla. Inga Magga mun einngi bjóða yngri nemendum upp á dans og tónlist.
Kveðja frá starfsfólki Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkur.