Við í 7. bekk erum búin að vera vinna fjölbreytt verkefni er tengist stærðfræði. Krakkarnir eru áhugasamir og taka virkan þátt í þeim verkefnum sem okkur dettur í hug að tengja við stærðfræðina. Um daginn var verið að sýna fram á hvernig spil efla rökhugsun og þjálfar ýmsa þætti er koma að stærðfræði. Að spila kasínu er ekki bara skemmtilegt heldur er þar fullt af stærðfræði og skemmtu krakkarnir sé mikið við að spila og kom upp þó nokkur samkeppni á milli þeirra. Tengjum stærðfræðina við dagleg verk og gerum hana sýnilegri í kennslustofunni. Hér má sjá myndir.
Hægt er að nálgast leiðbeiningar með ýmsum spilum og köplum undir tengli
hér á heimasíðu Dalvíkurskóla undir Töfraheimur stærðfræðinnar.