Á mánudaginn síðastliðinn fóru þrír nemendur úr Dalvíkurskóla til Ítalíu að keppa fyrir Íslands hönd á Topolinoleikunum og það eru þeir Axel Reyr, Helgi Halldórsson og Guðni Berg. Mótið er eitt það stærsta fyrir þennan aldurshóp. Leikarnir fara fram ár hvert á Ítalíu og eru valdir tíu krakkar til þess að keppa á þessu móti og fer það eftir árangri þeirra á síðast liðnum vetri. Upphaflega áttu fimm nemendur að fara úr skólanum en tveir forfölluðust vegna meiðsla. Hópurinn fór ástamt þjálfara og fararstjórum á mánudaginn og flugu þau til Þýskalands og keyrðu þau í gegnum Austurríki og alla leið til Ítalíu. Þau hafa verið að æfa bæði svig og stórsvig fram að mótinu. 12-13 ára keppa í stórsvigi á föstudeginum og svigi á laugardeginum, 14-15 ára keppa í svigi á föstudeginu og stórsvigi á laugardeginum. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.