Krakkar í 5. og 10 unnu saman í umhverfisþema í síðustu viku. Ýmis verkefni voru í boði m.a kassabílasmíði, bátsmíði, sveitaferð, skreytingarlist og flóamarkaður. Vinna gekk einstaklega vel og gaman að sjá hvað margir fengu tækifæri til að vinna að sínum hugðarefnum. Heimilisfólkið á Ytra-Garðshorni tók á mót i sveitahóp og fengu nemendur þar að aðstoða við sveitarstörf. Húsamiðjan var okkur innan handar með efni fyrir bátasmíði og kassabílagerð og einnig höfðu nemendur tækifæri til að fara á gámasvæði til að nálgast efni. Flóamarkaðurinn fékk aðstöðu í Samkaup-Úrval. Hóparnir sem völdu að skreyta, máluðu súlur í skólanum og aðrir unnu að skreyta kennsluborð með mosaiki.
Við vorum svo heppin að vorið lét sjá sig þessa daga sem létti svo sannarlega lund við vinnuna þar sem fór að mestu leyti fram utanhúss.
Sjá myndir.