Nemendum stendur til boða að fá sumarlestrarmiða með sér heim í sumarfríið. Þeir geta svo skilað miðanum á bókasafn skólans í haust og fengið smá viðurkenningu fyrir. Við hvetjum foreldra til að sinna lestri barnanna markvisst í sumar enda er mikilvægt að ekki komi rof í lesturinn yfir sumarið. Þetta skiptir mestu máli fyrir þá sem eru að ná tökum á lestri og þurfa mikla þjálfun. Ef ekkert er lesið yfir sumarið getur tekið allt að 6 mánuði frá því að skóla lýkur að vori þar til búið er að ná upp sama hraða og nemandinn hafði við skólalok.
Áhersla á lestur barna hefur aukist mikið á liðnum misserum og markmið stjórnvalda er að við lok grunnskóla nái 90% nemenda lágmarksviðmiðum í lestri.