Í 9. bekk höfum við verið að vinna með rúmmál og yfirborðsflatarmál strendinga. Við ákváðum að sleppa algjörlega bókinni í þessari lotu og höfum við unnið verklegt í 3 vikur. Við höfum bæði mælt og skoðað form sem til voru í skólanum og einnig komu nemendur með pakkningar að heiman. Við enduðum síðan þessa lotu á verklegu prófi, þar sem að nemendur unnu tveir og tveir saman og komu skriflega frá sér eins miklum upplýsingum og þeir mögulega gátu um strendinginn sem þau fengu í hendurnar. Myndir frá prófinu má sjá hér.