Í hringekjutíma á sjálfan hrekkjavökudaginn fórum við í smá stærðfræðiratleik þar sem að brotið var origami, búin til frábær stærðfræðidæmi sem þurftu að innihalda almenn brot, prósentur, margföldun og rúmfræði, myndaður þríhyrningur úr 3 persónum og margt annað. Hér fyrir neðan má sjá eitt frábært dæmi sem búið var til og hér má sjá myndir af þríhyrningunum sem urðu til. Skemmtilegur tími á góðum búningadegi.
Hugrún var úti að leika sér með steina og Dagný kom og gaf henni 3 sinnum fleiri steina. Þá var hún komin með 21 stein, en Ólöf kom og stal 2/3 af heildinni. Björn náði síðan að stela 50% af því sem Ólöf stal. Hugrún setti þá restina af steinunum í kassa svo að Ólöf myndi ekki stela þeim. Hvað þurfti kassinn að vera stór ef þú reiknar með 1cm3 á stein?
Hér má sjá nokkrar myndir