Spurningakeppni eldra stigs var haldin í dag. Í undanúrslitum kepptu lið 9. og 8. bekkjar annars vegar og lið 7. og 10. bekkjar hins vegar. Lið 9. og 7. bekkjar unnu sínar viðureignir og kepptu því til úrslita. Það var rafmagnað andrúmsloft í salnum á meðan úrslitaviðureignin var háð. Jafnræði var með liðunum allan tímann en svo fór að lokum að 7. bekkur seig fram úr á lokasprettinum og sigraði sigurvegara síðustu tveggja ára með 44 stigum geng 41. Lið 7. bekkjar var skipað þeim Unnari Birni, Ólöfu og Álfgrími. Lið 9. bekkjar var skipað þeim Úlfari, Jóhanni og Anítu. Lið 10. bekkjar var skipað þeim Súsönnu, Arinbirni og Gylfa Má og lið 8. bekkjar var skipað Degi, Valdimar og Viktor. Hér eru myndir frá spurningakeppninni.