Skólastarfið næstu daga og vikur

Skólastarfið næstu daga og vikur

 

Skólastarfið í Dalvíkurskóla er komið á nokkuð gott ról, eftir að gefið var grænt ljós á stærri hópa, notkun á matsal og að kennarar mættu vera grímulausir innan um nemendur.
Enn þarf starfsfólkið þó að gæta tveggja metra reglunnar sín á milli og vera skipt á kaffistofur.
Mánudaginn 8. febrúar verður skipulagsdagur í grunnskólanum og þriðjudaginn 9. febrúar samráðsdagur og ekki kennsla þá daga.
Öskudagurinn verður með sama sniði og undanfarin ár; nemendur fara með sínum bekk og starfsfólki út í bæ að syngja og vonandi verður vel tekið á móti krökkunum eins og alltaf. Í lok skóladags verður kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsi.
Dagarnir eftir öskudaginn, 18. og 19. febrúar verður síðan vetrarleyfi í Dalvíkurskóla – vonandi verður góður skíðasnjór og veðurblíða þá daga. Krakkarnir tóku snjónum fagnandi þegar hann lét sjá sig og drifu sig í frímínútur.