Skólahreysti 19. desember

Næstkomandi mánudag 19. desember verður Skólahreystiskeppni Grunnskóla Dalvíkurbyggðar haldin í annað sinn.

Nemendur í 5.- 10. bekkjum keppa í hraðabraut og kraftaþrautum. Allir eru velkomnir í Íþróttamiðstöðina og verður dagskráin eftirfarandi:
 
Kl. 8:30   Hraðabraut hjá 5. og 6. bekk.
Kl. 8:30   Kraftaþrautir hjá 7. – 10. bekk.
Kl. 9:30   Kraftaþrautir hjá 5. og 6. bekk.
Kl. 9:45   Hraðabraut hjá 7. – 10. bekk.
Kl. 11:00 Kennarar keppa við nemendur.
Kl. 11:30 Verðlaunaafhending.