Vegna vondrar veðurspár á morgun föstudaginn 24. nóvember vilja skólastjórnendur taka það fram að skólahaldi er afar sjaldan aflýst í Dalvíkurskóla. Við minnum á að þegar veður gerast vond getur það talist álitamál hvenær hægt er að ætla nemendum að sækja skóla. Sé skóla ekki aflýst með auglýsingu í útvarpi verður mat foreldra að ráða því hvenær nemendur eru kyrrsettir heima. Tilkynna skal slíkt í skólann eins fljótt og kostur er. Munið að nemendur eru á ábyrgð foreldra á leið í og úr skóla. Ekki skal láta nemendur vera eina á ferð í vondu veðri.
Ef ófært verður fyrir rútur á morgun munu foreldrar rútubarna fá upplýsingar um það með SMS-skeyti.
Skólastjórnendur