Fimmtudaginn 23. ágúst nk. verður Dalvíkurskóli settur eftir sumarfrí. Allir nemendur mæta í skólann kl 8:00 þann dag, nema fyrsti bekkur sem fær póst á næstu dögum með upplýsingum um skólabyrjun hjá þeim.
Skólasetning verður á sal á eftirfarandi tímum:
Kl. 8:00 2. – 4 bekkur
Kl. 8:30 5. – 6. bekkur
Kl. 9:00 7. – 10. bekkur
Nemendur fá afhenta stundaskrá og verður kennsla samkvæmt henni þennan dag.
Sæplast gefur fyrstu bekkingum skólatösku eins og undanfarin ár og Dalvíkurbyggð leggur nemendum til námsgögn; bækur og skriffæri.
Við bjóðum nemendur og foreldra velkomin til starfa á nýju skólaári.