Á göngudaginn gengu nemendur 4. og 5. bekkjar saman fram að kofa á Böggvisstaðadal. Við fengum gott gönguveður og ferðin gekk vel. Þegar komið var fram að kofa borðuðum við nestið okkar en drifum okkur svo aftur af stað því það var ansi hvasst og kalt hjá kofanum. Við ákváðum að fara aðra leið heim og skelltum okkur því yfir nýju brúna, sem þarna er að finna, og gengum Upsadalinn heim, með viðkomu hjá Brunnklukkutjörn. Göngudagurinn okkar heppnaðist afar vel og það voru þreyttir og sælir göngugarpar sem skiluðu sér aftur í skólann eftir hádegið. Hér má sjá myndir.