Kæru foreldrar
Miðvikudaginn 11. október eru samráðsfundir með foreldrum og enginn kennsla þann dag. Umsjónarkennarar hitta foreldra og börn til að ræða námslega og félagslega stöðu, markmið náms og frammistöðu í tímum. Í ár ætlum við að bjóða foreldrum að panta tíma sem þeim hentar í stað þess að úthluta foreldrum tíma líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Það sem þið þurfið að gera er að smella á tengilinn hér að neðan, þá opnast skjal þar sem þið finnið flipa með bekk barnsins ykkar og þið getið skráð nafn barnsins við þá tímasetningu sem best hentar. Ef þið eigið fleiri en eitt barn í skólanum smellið þið á bekki barna ykkar og pantið tíma. Í þessu gildir að fyrstur kemur fyrstur fær, en þó er rétt að benda á að best væri ef foreldrar systkina pöntuðu tíma sem fyrst til að samráðsfundir liggi saman. Þó er búið að úthluta viðtalstímum með pólskum túlki.
Ef þið hafið engar sérstakar óskir um fundartíma og/eða pantið ekki tíma í skjalinu þá mun umsjónarkennari sjá um að úthluta ykkur tíma og boða í viðtal. Þeir sem lenda í tæknilegum vandamálum við að panta tíma er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans. Athugið að ef þið ætlið að panta tíma með farsíma getur verið að þið þurfið að hlaða niður forriti til að opna skjalið en síminn ætti að koma með tillögur að viðeigandi Google smáforriti.
Tengill smellið hér