Á föstudaginn 4. mars mun hluti af nemendum ú 8., 9. og 10. bekk fara suður til Reykjavíkur á hina árlegu Samféshátíð. Farið verður kl. 9:15 og keyrt í stórri rútu beinustu leið til Reykjavíkur. Ballið byrjar um sex leytið og stendur yfir í fjóra klukkutíma. Margir listamenn munu stíga á stokk á ballinu m.a. Úlfur Úlfur, Glowie, Páll Óskar, Sturla Atlas og fleiri. Á laugardeginum er síðan sjálf söngvakeppnin. Alls mun 31 atriði keppast um efstu sætin í þessari keppni. Félagsmiðstöðin Týr fer með krakkana og hún leggur mikla áherslu á að gera sem mest úr ferðinni. Þess vegna verður farið í sund, Smáratívolí, út að borða, versla og alls konar fleiri skemmtilega hluti. Þessi ferð hefur gengið með prýði undanfarin ár og við væntum þess að næstu ár muni heppnast jafn vel