Í dag fóru 7. – 10. Bekkur í stórskemmtilegan ratleik. Nemendum var skipt upp í 4 – 5 manna hópa, 7. og 8. bekkur mynduðu hópa og síðan 9. og 10. bekkur. Í upphafi áttu hóparnir að finna nafn á hópinn og hvatningaróp áður en lagt var af stað. Nemendur fengu aðeins þær leiðbeiningar að mæta aftur í skólann rétt fyrir hádegismat. Nesti máttu þau snæða þegar þau vildu og klósettferðir þurftu þau að bjarga sér með sjálf. Veðrið lék ekki við okkur en nemendur létu það ekki á sig fá og voru glöð og ánægð með þennan dag. Dagurinn var síðan gerður upp með öllum nemendum þar sem að flutt voru frumsamin lög og veitt verðlaun fyrir ýmsar þrautir. Verðlaunin voru lítil páskaegg. Kennurum fannst þessi dagur frábær í alla staði og góður endir á flottri viku og góð byrjun á páskafríi. Myndir frá deginum má sjá hér.