Í dag fengu nemendur í 1. -4. bekk fræðslu í skólaíþróttum um það hvernig höfin okkar eru að fyllast af plasti og öðru rusli. Nemendur fengu að sjá kort sem sýnir hvar gríðarstórar plasteyjar eru víða í heiminum og talið er að aðeins um 30% af öllu því plasti sem er í sjónum sjáist ofansjávar. Plastið brotnar niður í svokallað örplast og lífverurnar í sjónum éta það. Lífverur á landi eru líka að éta gríðarlega mikið magn af plasti. Þetta plast berst síðan ofan í mannfólkið með fæðunni. Einnig voru sýndar myndir af erlendri strönd sem þakin var plastrusli og mynd af skjaldböku sem var eins og 8 í laginu því um hana miðja var fastur plasthringur. Þegar nemendur komu út í sundlaugina var hún yfirfull af alls kyns plasti og fernum (sem búið var að þrífa rækilega) og nemendur hreinsuðu laugina.
Vonandi getum við dregið úr þessari gríðarlegu plastnotkun og passað að það sem við notum sé sett í endurvinnslu. Hér má sjá nokkrar myndir.