Orku- og umferðarþema – Ruslatínsla - Grill

Orku- og umferðarþema – Ruslatínsla - Grill

Í tilefni af Degi umhverfisins þann 25. apríl, verður unnið að orku- og umferðarþema í Dalvíkurskóla dagana 25.-27. apríl. Nemendum er skipt í hópa eftir stigum þ.e. 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.
Skólinn mun flagga Grænfánanum við hátíðlega athöfn 24. maí n.k. Eitt af markmiðum skólans er að bæta flokkun á rusli og minnka umfang þess. Við viljum hvetja alla bæjarbúa til að gera slíkt hið sama.
Þemað endar föstudaginn 27. apríl á ruslatínslu frá kl. 10:30-11:45. Nemendur eiga að koma með ruslið að skólanum þar sem það verður vigtað og skráð hvað hvert svæði „gefur“ af sér af rusli.


Að ruslatínslu lokinni er öllum nemendum og bæjarbúum boðið upp á grillaðar pylsur.
Dalvíkurskóli verður opinn frá kl. 12:00-13:30 og öllum er boðið að skoða afrakstur þemavinnunnar.

Nemendur eru beðnir að klæða sig vel til útiveru.