Í gær lauk Stóru upplestrarkeppninni með lokahátíð í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Þar kepptu tíu fulltrúar fimm skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, Grunnskóli Fjallabyggðar, Dalvíkurskóli, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Grenivíkurskóli sem hélt keppnina með miklum glæsibrag. Fulltrúar okkar voru þeir Árni Stefán og Máni og er skemmst frá því að segja að þeir enduðu í tveimur efstu sætunum, Máni í fyrsta sæti og Árni Stefán í öðru sæti, í þriðja sæti var Hrafnkell Máni úr Grenivíkurskóla.
Við óskum þeim félögum Mána og Árna til hamingju með árangurinn.