Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi 2. mars. Níu lesarar, fjórir frá Dalvíkurskóla, tveir frá Árskógarskóla og þrír frá Grunnskóla Fjallabyggðar, kepptu til úrslita. Eftir jafna og spennandi keppni stóð Birna Björk Heimisdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar, uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti lenti Urður Birta Helgadóttir, Dalvíkurskóla, og í þriðja sæti Jón Egill Baldursson, Árskógarskóla. Við óskum sigurvegurunum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þeirra framlag til lokahátíðarinnar.