Ljóð eftir nemendur í 4. bekk

Hluti 4. bekkinga hlustaði á kennara sinn lesa valinn kafla upp úr Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Í kaflanum fer Ronja í fyrsta sinn út fyrir Matthíasarborg, kastalann sem hún býr í, og sér skóg, vötn, foss, stjörnur, grádverga, skógarnornir og fleira í fyrsta sinn. Að lestrinum loknum settu nemendur sig í spor Ronju og ortu ljóð um upplifun hennar. Afraksturinn var flottur og greinilegt að efnileg ljóðskáld eru í bekknum! Hér eru nokkur ljóðanna.

 

Ég sé grádverga í fyrsta skipti.

Ég heyri í grádvergunum segja „Bítum og sláum“.

Ég finn að ég er hrædd.

Þórdís Ómarsdóttir

 

Ég heyri í grádvergunum koma til mín.

Ég sé glóandi gul augu.

Ég finn að ég er hrædd.

Ég sé skógarnornir.

Ég finn að ég er svakalega hrædd.

Ég sé pabba minn koma öskrandi.

Ég sé hann hræða grádvergana og skógarnornirnar.

Ég finn að ég er ekki ennþá hrædd.

Ég sé pabba koma til mín.

Ég finn hann knúsa mig.

Ég heyri hann gráta.

Stefán Daðason

 

Ég heyri lækjarnið.

Ég finn lykt af furutrjám.

Ég sé læk.

Ég finn skógarilm.

Ég sé tré, blóm og fjöll.

Ég finn hvað ég er glöð.

Sigríður Erla Ómarsdóttir

 

Ég heyri „Af hverju? Af hverju?“

Ég sé rassálfana.

Ég finn pirringinn hellast yfir mig.

Harpa Hrönn Sigurðardóttir

 

Ég sé grádverga.

Ég er hrædd.

Ég heyri Matthías öskra.

Ég sé Matthías koma að bjarga mér.

Stefan Daðason

 

Ég sé gul augu.

Ég heyri „Bítum og sláum“.

Ég finn hrollinn fara um mig.

Ég sé grádverga.

Gunnlaugur Rafn Ingvarsson

 

 

Ég heyri í skógarnornunum.

Ég sé þær nálgast mig.

Ég finn hjartað slá hratt.

Elías Franklin Róbertsson

 

Ég heyri vatnsnið.

Ég sé vatn.

Ég finn fyrir buslinu.

Hilmar Örn Stefánsson

 

Ég heyri í skógarnornunum.

Ég finn að ég er hrædd.

Ég sé grávergana nálgast.

Ég finn að ég er hrædd.

Verónika Jana Ólafsdóttir

 

Ég sé tréin.

Ég heyri í vindinum.

Ég finn að ég er glöð.

Ég sé vatnið renna.

Erlinda Krasniqi

 

Ég sé gráverga.

Ég finn að ég er hrædd.

Ég sé pabba koma.

Ég finn að mér líður betur.

Elmar Ingi Birkisson

 

Ég sé trén.

Ég heyri vindinn feykja þeim til.

Ég finn að mér líður vel.

 

Ég sé vatnið.

Ég heyri vatnsniðinn.

Ég finn að mér líður vel.

Anna Guðbjörg Andradóttir

 

Ég sé tré.

Ég heyri í vatninu renna.

Ég finn lykt af laufum og könglum.

Urður Birta Helgadóttir