Liltu jólin hjá nemendum eldra stigs verða fimmtudaginn 16. des. og hefjast kl. 20. Nemendur mæta hjá umsjónarkennara sem merkir við og síðan verðum við með hátíðarstund á sal, að henni lokinni fara nemendur í heimastofur með kennurum sínum og bragða á smákökum og gosi. Kl. 21:30 hefst jólaball í Pleizinu sem stendur til ca. 23:30.
Rútur í sveit og strönd kl. 19:30 (Steindyr kl. 19:40) og aftur heim að loknu balli.
Litlu jólin hjá 1.-6. bekk verða föstudaginn 17. des. kl. 9-11. Nemendur hitta umsjónarkennara í heimastofu, fara á sal og horfa á helgileik, dansa í kringum jólatréð, hitta jólasveinana og borða jólanestið sitt, smákökur og gos.
Rútur leggja af stað klukkutíma seinna en venjulega og heim rétt um 11.
Í Árskógarskóla verða litlu jólin föstudaginn 17. des kl. 9 - 10:30. Nemendur mæta í íþróttasalinn þar sem þeir fá góðgæti að gæða sér á, 7. bekkur flytur jólasögu og 1. - 4. bekkur verður með söngatriði. Þá verður gengið í kringum jólatréð. Í lokin fá svo nemendur afhent kort og pakka. Rútan leggur af stað klukkutíma seinna en venjulega og fer heim um 10:30.