Það er alltaf líf og fjör í 2. bekk. Í gær kom Palli ljósmyndari og tók myndir af öllu liðinu og voru menn að sjálfsögðu hinir myndarlegustu á myndunum.
Í dag ákváðum við að nota vorblíðuna úti og fara í gönguferð. Við gengum alla leið upp í Höfða, þar sem Sigurður Jónsson vinur okkar tók á móti okkur og sýndi okkur silkihænur sem hann er að rækta. Siggi á líka íslenskar hænur og dúfur sem við fengum líka að skoða, en kanínurnar földu sig. Vonandi jafna dýrin sig fljótlega á heimsókninni!
Þegar við komum í skólann aftur, beið okkar dýrindis pylsupasta og var tekið hraustlega til matar síns!
Hér eru myndir úr 2. bekk