Fimmtudaginn 3. desember frumsýnir leiklistarhópur Dalvíkurskóla leikrit um Öskubusku í leikgerð og leikstjórn Aðalsteins Bergdal. Leikhópurinn samanstendur af stelpum úr 9. og 10. bekk sem hafa starfað saman frá skólabyrjun. Fjórar sýningar verða á verkinu í desemberbyrjun og eru sýningar sem hér segir:
Fimmtudaginn 3. desember kl. 17:00
Föstudaginn 4. desember kl. 17:00 og 20:00
Laugardaginn 5. desember kl. 16:00
Miðaverð 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 fyrir börn.
Miðapantanir í síma 893 3731 frá 16:00-19:00
Leikskrá