Í gær (24.10) frumsýndi leiklistarhópur skólans undir leikstjórn Adda Sím. Lífið í landinu - þjóðsögur í Ungó. Um er að ræða afar metnaðarfulla sýningu og greinilegt að leikarar og leikstjóri hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í verkið. Viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna í lok sýningar.
Til hamingju með frábæra sýningu. Við hvetjum alla til að mæta í Ungó og sjá leikinn. Næstu sýningar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 25. október Kl. 18.00 2 .sýning
Þriðjudaginn 30. október Kl. 20.00 3. sýning
Miðvikudaginn 31. október Kl. 20.00 4. sýning
Fimmtudaginn 1. nóvember Kl. 18.00 5. sýning
Föstudaginn 2. nóvember Kl. 18.00 6. sýning
Laugardaginn 3. nóvember Kl. 15.00 7. Sýning
Laugardaginn 3. nóvember Kl. 18.00 8. sýning
Miðapantanir í síma 865 3158 (Lovísa María)
Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum.