Laust til umsóknar - stuðningsfulltrúi

Dalvíkurskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 70% starf, þarf að geta hafið störf sem fyrst, um tímabundið starf er að ræða. Vinnutími er frá 8:00 – 13:35. Dalvíkurskóli leitar að öflugum einstaklingi í starfið með reynslu af því að vinna með börnum.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Starfsreynsla í grunnskóla æskileg
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð færni í mannlegum samskipum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnáttu æskileg

Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 25. ágúst 2023.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.