Laust starf í Dalvíkurskóla

Við Dalvíkurskóla vantar í starf skólaliða frá áramótum. Starfið felst í gæslu, ræstingu og vinnu í mötuneyti nemenda. Umsækjendur þurfa að eiga gott með að umgangast börn og unglinga.

Upplýsingar varðandi vinnutíma og fleira veitir skólastjóri í síma 4604980/8631329 eða húsvörður í síma 4604987/8921730.
Umsóknir skulu berast til Dalvíkurskóla v/Mímisveg 620 Dalvík eða á netfangið gisli@dalvikurskoli.is Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2010.

Skólastjóri.