Kynning á Byrjendalæsi fyrir foreldra barna í 1. - 4. bekk

Byrjendalæsi er kennsluaðferð ætluð nemendum í 1.-4. bekk . Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni.
Miðvikudaginn 27. okt. kl. 17:30  í Dalvíkurskóla verður kynning fyrir foreldra barna í 1.-4. bekk. Á kynningunni verður farið í helstu einkenni aðferðarinnar, kennsluaðferðir og ýmsar hugmyndir í lestri og ritun. Einnig verður myndband um Byrjendalæsi sýnt.
 
Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í lestrarnámi barna þeirra, hefur áhrif á árangur þeirra.
 
Hlökkum til að hitta ykkur.                                                                              
Kveðja , Magnea og umsjónarkennarar í 1.-4. bekk.