Hvassviðri

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er gul viðvörun í gildi fyrir Norðurland vegna hvassviðris. Veðrið mun ekki ganga niður fyrr en seinnipartinn í dag eða í kvöld. Mælst er til þess að forráðamenn hugi að heimferð sinna barna, sérstaklega þeirra yngri og sæki ef ástæða er til.
Tekin verður ákvörðun um heimferð skólabílanna kl. 13.00.
Frístund er opin til 16:15 í dag.

Uppfært kl. 12:45. Heimferð skólabíla verður á sama tíma og venjulega í dag.