Hér má sjá myndir frá hópeflistíma í 8. bekk.
Fyrsta verkefnið var að allur hópurinn átti að leiðast og síðan reyna að komast yfir kaðalinn án þess að snerta hann.
Það var mjög gaman að sjá hvað þau voru hugmyndarík og samheldnin í hópnum leyndi sér ekki. Þau örkuðu af stað þar sem allir héldust í hendur og náðu í kar og settu undir kaðalinn. Þegar þessu var lokið áttu þau að sýna hugtakið „Samheldni“ á þremur myndum.
Einnig áttu þau að útfæra töluna 8 og hjarta.
Hér var sköpun í hámarki. Enda einstaklega skapandi og hugmyndaríkir krakkar í 8. bekk.