Kæru foreldrar
Við óskum eftir aðstoð ykkar við að auka lesfimi barna ykkar.
Alþjóðadagur læsis er 8. september ár hvert og í tilefni af því eða næstkomandi mánudag 10. september fer af stað fyrsta heimalestrarátak skólans af þremur á skólaárinu þar sem meginmarkmiðið er að auka leshraða og þar með lesfimi og lesskilning barna ykkar. Lestrarátakið stendur í tvær vikur og allir nemendur skólans taka þátt. Á mánudaginn kemur heim sérstakt skráningarblað með leiðbeiningum um hvernig lestrarátakið fer fram.
Ný læsisstefna Dalvíkurskóla tók gildi nú í haust en hana má finna á heimasíðu skólans og biðjum við ykkur að kynna ykkur stefnuna.
Í læsisstefnunni er bent á að rannsóknir sýna að sterk tengsl eru á milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimina eflist jafnframt lesskilningurinn.
Með von um gott samstarf
Læsisteymi Dalvíkurskóla