Fulltrúar frá Stjörnufræðivefnum komu færandi hendi í heimsókn til okkar um daginn. Meðferðis höfðu þau Galileó stjörnusjónauka sem þau færðu skólunum að gjöf, einn í hvorn skóla. Auk sjónaukans gáfu þau skólunum heimldarmyndina Horft til himins og tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Stjörnufræðivefurinn er nú að færa öllum grunnskólum landsins stjörnusjónauka og vona að með því aukist áhugi grunnskólanema á vísindum. Við þökkum Stjörnufræðivefnum fyrir höfðinglega gjöf og erum þess fullviss að stjörnusjónaukinn eigi eftir að nýtast vel við náttúrufræðikennslu í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar.