Á hverju hausti er útivistardagur í Dalvíkurskóla en þá ganga nemendur skólans fyrirfram ákveðnar gönguleiðir, miskrefjandi eftir aldri nemenda.
Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Nemendur þurfa að taka með sér hollt og gott nesti og drykk s.s. safa. Mikilvægt er að börnin séu með góðan bakpoka fyrir nesti. Foreldrar eru velkomnir í gönguferðirnar.