Næstkomandi miðvikudag 12. desember er góðverkadagur í Dalvíkurskóla sem er löngu orðin skemmtileg og falleg hefð í skólastarfi okkar. Nemendur fara víða um bæjarfélagið og láta gott af sér leiða með því að sýna bæjarbúum góðvild og hlýhug í orði og verki.
Mikilvægt er að nemendur læri að sýna öðrum virðingu með góðvild að vopni. Þannig eykst tilfinning þeirra fyrir samkennd og ábyrgð í samfélaginu.
Nauðsynlegt er að nemendur séu klæddir eftir veðri, því allflestir verða úti við hluta dags.
Með góðverkakveðju,
starfsfólk Dalvíkurskóla