Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda í Dalvíkurskóla !
Þann 16. desember næstkomandi er svokallaður „Góðverkadagur“ í Dalvíkurskóla. Þennan fimmtudag verður sérstaklega unnið með hugtökin hjálpsemi og góðvild og nemendur vinna verkefni tengd þessum hugtökum, undir handleiðslu kennara síns.
Þá fara nemendahópar víða um bæjarfélagið, fyrir hádegi þennan dag, að láta gott af sér leiða m.a. með því að gefa íbúum kerti og kökur, aðstoða við þrif og innkaup, moka og sópa – og svo verður sungið og trallað á opinberum vettvangi s.s. eins og í Úrval-Samkaup, N1 og Olís. Hópar nemenda munu starfa m.a. á Krílakoti, Kátakoti, Dalbæ, í sundlauginni og í skólanum.
Við hvetjum því fólk að vera á ferðinni um bæinn þennan morgun og verða vitni að einstaklega skemmtilegri uppákomu hjá unga fólkinu okkar. Viðburður þessi er skipulagður með það í huga að veita gleði og ánægju - og dreifa „hinum sanna jólaanda“ inn í hug og hjörtu fólks á förnum vegi.
Hafi fólk hug á að koma jólapökkum áleiðis undir jólatréið í Samkaup-Úrval, er tilvalið að nýta þennan dag til þeirra góðu verka.
Kveðja
Nemendur og starfsfólk Dalvíkurskóla