Miðvikudaginn 13. desember sl. var góðverkadagur í Dalvíkurskóla. Það er löngu orðin hefð í skólastarfinu að halda slíkan dag.
Nemendur létu gott af sér leiða og sýndu væntumþykju og góðvild með því að aðstoða bæjarbúa í ýmsum fyrirtækjum, stofnunum, á sveitabæjum og í heimahúsum.
Yngri nemendur skólans sungu víða fyrir vegfarendur og sendu íbúum hlýjar kveðjur með fallegum orðum sem þau sömdu.
Það er afar mikilvægt að nemendur læri að sýna virðingu og kærleik með því að taka ábyrgð og leggja eitthvað af mörkum í orði og verki.
Með þessum degi er lögð áhersla á að nemendur efli félagsleg og samfélagsleg gildi sem gefur þeim tilfinningu fyrir samábyrgð og samstöðu.