Gísli skólastjóri fékk kaffihlaðborð, blóm og gjafir við starfslok í Dalvíkurskóla
Starfsfólk skólans bauð uppá góðar kaffiveitingar í dag í tilefni þess að Gísli Bjarnason skólastjóri er að skipta um starfsvettvang innan Dalvíkurbyggðar. Katrín bæjarstjóri færði honum blóm og einnig fékk hann gjöf frá starfsfólkinu.
Gísli hefur unnið við Dalvíkurskóla í um 30 ár, þar af 22 ár í stjórnunarstarfi. Um mánaðamótin tekur hann við sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála í Dalvíkurbyggð og óskum við honum alls hins besta á nýjum vettvangi, um leið og við þökkum honum vel unnin störf við skólann.