Kristján Guðmundsson kom í dag og heimsótti nemendur 8. - 10. bekkjar. Kristján sagði frá lífsreynslu sinni frá því hann lenti í alvarlegu vinnuslysi við löndun í maí 2011 til dagsins í dag, sjúkrahúsvist, endurhæfingu og daglegu lífi. Hann sagði frá því hvernig hann tóks á við erfiðar aðstæður með jákvæðni og náði góðum bata með stuðningi vina og fjölskyldu. Hann sagði einnig frá eigin skólagöngu, að honum hefði ekki þótt gaman í skóla og hvernig hægt er að gera leiðinlega hluti skemmtilega með jákvæðni. Við þökkum Kristjáni kærlega fyrir frábæran fyrirlestur.