Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla.
Fundur haldinn 21. September 2022 klukkan 20:00. 10 mættu á fundinn
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
Freyr Antonsson sagði frá starfi félagsins á árinu. Stjórnina skipuðu: Freyr Antonsson formaður, Jolanta Brandt gjaldkeri Ragnhildur Haraldsdóttir, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Kristín Heiða Garðarsdóttir. Félagið rukkaði inn félagsgjöld í janúar til júní og borguðu 122 heimili árgjaldið.
Foreldrafélagið færði Dalvíkurskóla léttlestrarbækur á ensku í september 2021
Morgunverðarfundur Náum Áttum 13. Október 2021 um leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum.
Foreldrafélagið afhenti unglingastigi mottur og púða 1. Nóvember 2021
Foreldrafélagið afhenti Lego til kennslu í nóvember 2021
Foreldrafélagið í samvinnu við Heimili og Skóli hélt fyrirlestur fyrir foreldra 16. Nóvember 2021
Stafrænt uppeldi – Fræðsla fyrir foreldra um uppeldi á tímum stafrænnar byltingar
Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur SAFT í miðlanotkun barna
Foreldrafélag Dalvíkurskóla í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni)
Í erindinu var farið yfir notkun barna og unglinga á netinu en stór hluti félagslífs barna fer nú fram á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum. Einnig var rætt um helstu samfélagsmiðla og samskiptaleiðir barna og unglinga við vini og ókunnuga, myndbirtingar, neteinelti o.fl. Farið var yfir hvernig best sé fyrir foreldra að ræða við börn um hegðun og öryggi á netinu en fjölmargir foreldrar eiga í vandræðum með það í nútíma samfélagi.
Fyrirlesturinn Hattar foreldrahlutverksins 26. Janúar 2022.
Skýrsla samþykkt.
- Ársreikningur
Tekjur félagsins af félagsgjöldum voru 244.000 kr. og 19. september átti félagið 581.233 kr. á reikningi. Ákveðið var óbreytt árgjald 2.000 kr.
Reikningar samþykktir
- Lagabreytingar
Engar lagabreytingar.
- Kosningar
Freyr Antonsson og Ragnhildur Haraldsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram og í þeirra stað var kosin Nimnual Khakhlong
Stjórnin er því skipuð eftirfarandi
Jolanta Brandt
Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir
Ingimar Guðmundsson
Kristín Heiða Garðarsdóttir
Nimnual Khakhlong
- Önnur mál
Aðalfundur samþykkir að gefa Dalvíkurskóla
Spil og leikföng
Útileikföng
Fundi slitið 21:00
Fundargerð ritaði Freyr Antonsson fráfarandi formaður