Núna er ný önn runnin upp og nýar smiðjur og nýjar valgreinar byrjaðar. Krakkarnir eru komin í aðra hópa og nýir kennarar sem ekki voru í fögum og smiðjum á síðustu tveim önnum. Við erum komin á þriðju og síðustu önnina sem er vorönn og bindum miklar væntingar við að hún muni ganga vel rétt eins og hinar tvær. Núna eru ýmsar smiðjur í boði eins og t.d. árshátíðarsmiðja (gera leikrit fyrir árshátíð), íþróttir inni í íþróttasal, heimilisfræði, spilasmiðja, skák, keramik, upplýsingatækni og skólafréttir ásamt fleiri smiðjum. Þetta er fyrsta skólaárið þar sem þessar smiðjur eru notaðar og mér finnst það hafa gengið mjög vel og fjölbreytnin að slá í gegn hjá flestum nemendum. Þessum smiðjum er vert að halda áfram og reyna að þróa og betrumbæta þær enn meira.
Ný önn hófst í síðustu viku, nemendur byrjuðu í nýjum smiðjum og valgreinum í þessari viku. Krakkarnir verða í þessum hópum í n.k tólf vikur smiðjurnar eru tvískiptar, þau verða í sex vikur í hvoru fagi. Dæmi um smiðjur er heimilisfræði, skák og spil, árshátíðarsmiðja, inni og úri íþróttir, keramik og upplýsingatækni og skólafréttir. Þessar smiðjur er nýung í Dalvíkurskóla og er almenn ánægja á meðal nemenda með þessar smiðjur. Nemendur eru farnir að undirbúa árshátíðina, þemað í ár er Íslenskar bókmennrir og Íslenskar kvikmyndir og eru nemendur og kennarar komin með allskonar hugmyndir um atriði.
Vorönn er ný hafin og hafa nemendur byrjað í nýjum smiðjum. Smiðjurnar eru tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur velja tvær smiðjur og eru í hvorri smiðju í 6 vikur í senn. Smiðjurnar sem eru í boði eru, heimilisfræði, skólafréttir/upplýsingartækni, skák/spil, keramik, og svo kölluð árshátíðarsmiðja og úti og inni íþróttir. Nemendur láta mjög vel af smiðjunum og er þetta gott uppbrot í skólastarfinu. Nú er undirbúningur fyrir árshátíðina að hefjast og er þemað í ár íslenskar bókkmenntir og kvikmyndir. Krakkarnir hafa verið að koma með hugmyndir um hvað þau vilja leika á árshátíðinni, margar hugmyndir hafa komið upp t.d. Gísli Súrsson, Stella í orlofi og Njála. Næstu vikur fara í að semja leikritin og undirbúa leikmuni. Árshátíðin er haldin 16 - 19 mars og er öllum velkomið að koma og horfa.