Fréttahornið - 8. bekkur

Fréttahornið - 8. bekkur

QUINT-rannsóknin
Í lok febrúar komu konur frá rannsóknarstofu háskólans á Akureyri í heimsókn til okkar og gerðu rannsókn á bekknum. Þær heita Hermína og Birna og Hermína er héðan frá Dalvík.

Rannsóknin var til að kanna mismunandi kennsluhætti á Norðurlöndum. Myndavélum og allskonar dóti var stillt upp í stofunni og tímarnir teknir upp. Það var tekið upp íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði tímana og svo lögðu þær fyrir könnun í lok síðasta tíma. Þær voru hjá okkur frá mánudegi til föstudags. það var mjög skrítið að hafa svona mikið af dóti í kringum okkur og að vita að það væri að taka okkur upp. Í kveðjugjöf gáfu þær bekknum inneign í ísbúðina Brynju á Akureyri sem við ætlum að nýta okkur í vor.
Alexandra Líf, Birna Karen og Rebekka Ýr

Eldfjöll
Snemma á þessu ári byrjuðu krakkarnir í 8. bekk MÞÓ í Dalvíkurskóla á verkefni um vel þekkt eldfjöll, T.d. Krakatá, Fuji, Etnu og Vesúvíus. Á tveim vikum unnu nemendur glærusýningu um eldfjall með 2-3 samnemendum og fengu bæði tvo samfélagsfræði tíma og vinnutíma til að vinna í því. Eftir það kynntu þau það fyrir bekkjarfélögum og umsjónarkennara.  Satt að segja endaði verkefnið vel og allir nemendur stóðu sig vel. Við komumst meðal annars að því að Fuji fjall hefur verið málað frá óteljandi sjónarhornum, Krakatá gaus síðast í desember og olli miklum skaða, teiknimyndanornin Hexía de Trix er sögð búa í fjallshlíðum Vesúvíusar og þegar fjallið gaus lagðist borgin Pompeii algjörlega í eyði.

Sindri og Hjalti Trostan

Nýverið unnu nemendur 8. bekkjar ritgerðir úr kjörbókum í íslensku. Eftir að þeirri vinnu lauk unnu nemendur verkefni sem reyndi á myndlæsi þeirra. Þeir áttu að búa til eina glæru í forritinu Keynote, sem væri lýsandi fyrir söguþráð bókarinnar, án þess að nota einhvern texta. Myndir hér að ofan er vísun í bókina „Er ég bara flatbrjósta nunna?“ eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Verkefnið gerði Rebekka Ýr Davíðsdóttir.