Síðustu tveir kennsludagarnir hjá 8.bekk voru mjög skemmtilegir.
Föstudaginn 1. júni hjóluðum við á Húsabakka og máluðum fuglaskoðunnarhúsið sem staðsett er í Friðlandinu. Síðan hjóluðum við heim til Guðríðar og þar buðu umsjónarkennarar upp á pylsur og ís. Veðrið var eins og best verður á kosið og var því úðarinn settur í gang og krakkarnir kældu sig aðeins niður.
Mánudagurinn var íþróttadagur þar sem að 8.bekkur vann sparkókeppni skólans og stelpurnar úr 8.bekk unnu dodgeballkeppni stelpna. Eftir skóla var síðan haldið upp í skógarreit þar sem að við fórum saman í LazerTag og skemmtu allir sér mjög vel. Myndir frá þessum tveimur dögum má sjá hér.