Eiturlyf – Vaxandi vandi - Fræðslufundur í Bergi

Verum á varðbergi og þekkjum hvað börnunum okkar er boðið

Fræðslufundur í Bergi menningarhúsi 27. apríl kl. 20:00

Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar, í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra, boðar til fræðslufundar um eiturlyf og stöðuna á Norðurlandi, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 20:00 í Menningarhúsinu Bergi.


Kári Erlingsson og Gunnar Knutsen, rannsóknarlögreglumenn, munu fræða foreldra, afa og ömmur og aðra sem áhuga hafa á málefninu.


Fjallað verður um einkenni fíkniefnaneyslu, eftir hverju þarf að horfa og hvað er hægt að gera ef grunur vaknar um notkun. Einnig verður hægt að skoða tæki og tól sem tilheyra þessum heimi og hafa verið gerð upptæk á Norðurlandi.


Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis

Ekki láta þessa fræðslu fram hjá þér fara!!!

Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar