Hér má sjá afrakstur af vinnu nemanda í svokallaðri hringekju á unglingastigi. Þar vinna nemendur í 8. - 10. bekk saman á fimmtudögum í blönduðum hópum og fylgjast hóparnir að í ensku, dönsku, samfélagsfræði og stærðfræði.
Í dönsku erum við búin að vera að vinna að mjög skemmtilegu verkefni. Nemendur byrjuðu á því að hlusta á fyrirlestur í Bergi fyrir 3 vikum síðan. Þar voru dönskukennararnir Andrea og Tone með fyrirlestur um áhugaverða staði, frægt fólk og sögulega atburði tengda Danmörku.
Í vikunni á eftir áttu nemendur að vinna verkefni út frá fyrirlestrinum. Unnin voru hópa-, para- og einstaklingsverkefni.
Allir áttu að velja sér eitt viðfangsefni sem gat t.d. verið frægur einstaklingur, konungsfjölskyldan, Legoland, Tivoli eða Kaupmannahöfn. Síðan átti að útbúa veggspjald og glæru show sem átti að kynna fyrir öllum hópnum í lok verkefnisins.
Þessi vinna gekk einstaklega vel og var gaman að upplifa hvað nemendur voru jákvæðir og metnaðarfullir í dönskunáminu.
Hér má sjá nokkrar myndir frá verkefninnu