13. des. Góðverkadagur. Nemendur gera góðverk út um allan bæ.
15. des. Nemendur í 1. – 10. bekk í Dalvíkurskóla skili „litlu jólapökkunum“ til umsjónarkennara. Hámarksverð kr. 750.
19. des. Litlu jól í Dalvíkurskóla hjá 7. – 10. bekk kl. 20:00-23:30
Rútuferðir: Frá Búrfelli/Skeiði kl. 19:30
Frá Melum kl. 19:30
Frá Hauganesi kl. 19:30
Heimferð ca. 21:30 og 23:45
20. des. Litlu jól í Dalvíkurskóla hjá 1.– 3. bekk kl. 09:00 (byrja í stofum)
Litlu jól í Dalvíkurskóla hjá 4. – 6. bekk kl. 09:00 (byrja í sal)
Nemendur hafi með sér kerti í kertastjaka, drykk og nesti (t.d. smákökur)
Nemendur 6. bekkjar þurfa að mæta kl. 8:45
Foreldrar eru velkomnir að koma í hátíðarsal og dansa í kringum jólatré með börnum sínum
Rútuferðir:
Frá Búrfelli/Skeiði kl. 08:30, frá Dalvíkurskóla kl. 11:00
Frá Þverá kl. 08:20, frá Dalvíkurskóla kl. 11:00
Frá Hauganesi kl. 08:30, frá Dalvíkurskóla kl. 11:00
23. des. Jólapóstur samkvæmt hefð í Dalvíkurskóla. Skólinn er opinn frá kl. 13:00 – 16:00. Nemendur og starfsfólk taka á móti jólakortum í skólanum (inngangur nr.1). Nemendur í 7. bekk mæta kl. 12:45 til að flokka póst. Þeir nemendur sem verða jólasveinar á aðfangadag eiga að mæta kl. 12:45 þennan dag og flokka póst. Verð fyrir hvert kort er 100 kr.
Jólasveinar (nemendur úr 8. – 10. bekk) bera út jólakortin á aðfangadag frá kl. 10:30 – 14:00. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Unnið til styrktar skólabókasafni Dalvíkurskóla.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að borinn verður út póstur á Dalvík og í Svarfaðardal.
Jólaleyfi nemenda: 21. des. 2017 – 2. jan. 2018
3. jan. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi miðvikudaginn 3. janúar kl. 8:00 og kennt samkvæmt stundatöflu.
Gleðileg jól